Um skólann
Leiklistarskólinn Opnar dyr hefur það að markmiði að gefa fullorðnu fólki tækifæri til að kynnast leikrænni tjáningu í afslöppuðu og öruggu umhverfi.
Skólinn hefur verið starfandi í rúm 10 ár og býður uppá skapandi leiklist og sjálfstyrkingu. Fjöldi manns hefur komið á námskeið og sagt að námskeiðið hafi hjálpað þeim bæði persónulega og í starfi. ,, Stórkostleg upplifun & frábær skemmtun" ,,Frábært að fá að gera eitthvað algjörlega nýtt, krefjandi og skapandi." er meðal annars það sem nemendur hafa sagt um námskeiðið.
Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson leikarar og leiklistarkennarar stofnuðu skólann á sínum tíma en þau hafa bæði starfað við leiklist og kennslu um árabil. „Okkur fannst hreinlega vanta svona námskeið þar sem fullorðnir fengju tækifæri til að læra leiklist og í leiðinni að þroska sig og efla sjálfstraust í gegnum skemmtilegar leiklistaræfingar.“
Leiklistarskólinn Opnar dyr eða námskeiðin á vegum skólans einbeita sér að æfingum sem opna fyrir sköpunarflæði og leikgleði á sama tíma og nemendur læra leik og spunaæfingar sem nýtast þeim jafnt í leiklistinni og lífinu sjálfu.
Á námskeiðunum brýst fólk út úr hefðbundinni hegðun og stígur út fyrir þægindaramman og í því er frelsi sem gefur orku og sjálfstraust.
​
Á námskeiðunum er unnið með:
-
Spuna
-
Stanislavski tækni
-
Aðferðir Augusto Boal (þátttökuleikhús)
-
Frásagnartækni
-
Líkamsleikhús
-
Trúðatækni
-
Núvitund í leiklist
Ávinningur þinn
-
Aukið sjálfsöryggi
-
Frelsi í hugsun og tjáningu
-
Færni í samskiptum
-
Aukin færni til að setja sig í spor annara
-
Færni í persónusköpun
-
Færni í sjálfssprottinni tjáningu leikarans
-
Aukin meðvitund í tíma og rúmi
Námskeiðin hjá leiklistarskólanum hjálpa fólki að finna öryggi í sjálfu sér og blómstra í lífinu. Sköpunargleði og frjáls tjáning hjálpa nemendum að njóta augnabliksins og til að treysta sjálfum sér í öllum aðstæðum.
​
Námskeið
LEIKLIST FYRIR FULLORÐNA
„Stórkostleg upplifun og frábær skemmtun!“
Næsta námskeið verður í febrúar og mars 2025
​
Námskeiðið er fimm skipti:
Miðvikudagur 12. feb. kl. 19:30-22:00
Miðvikudagur 19. feb. kl. 19:30-22:00
Miðvikudagur 26. feb. kl. 19:30-22:00
Miðvikudagur 5. mars kl. 19:30-22:00
Miðvikudagur 12. mars. kl. 19:30-22:00
​
Námskeiðið verður haldið að Síðumúla 29, 108 Reykjavík - jarðhæð, gengið inn frá Síðumúla
​
Verð: 54.000 kr.
​
Námskeiðslýsing
Á þessu námskeiði er unnið að því að því að losa um hömlur og fá útrás fyrir sköpunargleðina í spuna og leik. Leikgleði og frelsi eru í fyrirrúmi og með leikæfingunum ná nemendur að stíga út fyrir þægindarammann og brjóta upp gömul mynstur og þannig öðlast öryggi í sjálfum sér.
Námskeiðið er þannig upp byggt að í upphafi er unnið með samskiptaæfingar og ýmsa spunaleiki sem hjálpa fólki að sleppa tökunum og byggja upp traust í hópnum.
Þegar líður á námskeiðið er unnið markvisst með spunaæfingar sem þróast smám saman yfir í spuna og stuttar leiknar senur.
​
Allir hafa þörf fyrir að tjá sig. Með því að efla leikræna hæfileika sína með skemmtilegum æfingum sem opna fyrir sköpunarflæði og ímyndunarafl fær fólk tækifæri til að þroska sjálfsöryggi og sjálfsvitund á skapandi hátt.
​
Námskeiðið hentar bæði þeim sem hafa brennandi áhuga á að leika og þroska með sér leikræna hæfileika og svo og hinum sem vilja nota aðferðir leiklistarinnar til að blómstra í lífinu.
​
​
Skráning og frekari upplýsingar:
og í síma 845-8858